FAXAFENI 5 • 108 REYKJAVÍK • SÍMI: 530-5402 • NETPÓSTUR: karl@aeskanbok.is

Barnabækur

SaganFyrirtækiðFram undan

Barna- og unglingabækur
hafa verið aðalútgáfuefni Æskunnar í 75 ár — enda tengdist bókaútgáfan frá upphafi barnablaðinu Æskunni. Sjá Sagan.
Bókaútgáfan Æskan mun áfram leggja áherslu á útgáfu vandaðra bóka fyrir börn. Hún efnir nú til samkeppni um myndskreytta barnabók og heitir góðum verðlaunum fyrir besta verkið. Sjá Samkeppni.

Af þekktum og vinsælum bókum Æskunnar frá nýliðnum árum má nefna:

..Geitungana
eftir Árna Árnason, með teikningum Halldórs Baldurssonar. Geitungarnir eru orðnir sex og hafa öðlast miklar vinsældir, enda um að ræða vandaðar verkefnabækur fyrir krakka sem vilja læra að lesa og reikna. Þær eru alltaf á boðstólum. Metsölubækur. Sjá Geitungarnir.

..Latabæjarbækur
Magnúsar Schevings. Áfram, Latibær! var sú fyrsta og er löngu uppseld — en við eigum enn lítið eitt af Latabæ á Ólympíuleikum og fáein eintök af Latabæ í vandræðum. — Metsölubækur. — Upphaf Latabæjarævintýrisins.

..Evu og Adam. Átta bækur hafa komið út sem framhaldssaga um þessi vinsælu kærustupör og allmargar þeirra voru á metsölulistum. Sjónvarpsþættir um Evu og Adam og félaga þeirra nutu mikillar hylli og einnig kvikmyndin.

..Einhyrninginn minn.
Æskan hefur gefið út þrjár ævintýrabækur í þessum flokki. Þær eru Galdurinn (uppseld), Draumar rætast og Á ferð og flugi.

..Ógnaröfl. Spennandi ævintýri um átök góðs og ills, ást og hatur, í ýmsum kynjaheimum. Níu lítil hefti og sex stærri. Enn má fá öll heftin en af nokkrum þeirra er lítið eftir.

..Ég veit af hverju... Fræðandi og fallegar bækur fyrir unga lesendur. Komið hafa út þrjár bækur: ..Dúdúfuglinn dó út — ..Kengúrur eru með poka — ..Trén eru með lauf.

Veröldin okkar, stór fræðandi bók frá sama virta erlenda útgefandanum, seldist strax upp.

..Möllubækurnar. Um Möllu mús sjónvarpsstjörnu eru til fjórar bækur: "Flipa"bækurnar Malla fer í leikskóla — Malla fer í sund og límmiðabækurnar Dagur Möllu og Klæddu Möllu.

..Harry og hrukkudýrin --- Að temja drekann sinn
. Tvær bráðskemmtilegar og hörkuspennandi bækur sem fengið hafa fína dóma hér og erlendis...
--------------------------------------
Nokkrar af vinsælum og sígildum bókum okkar bjóðast á ótrúlegu verði til þeirra sem ganga í bókaklúbbinn — en hann er ekki síst ætlaður afa og ömmu fyrir börnin. - Sjá Bókaklúbburinn A-ÖBækurnar eru merktar hér í skránni með A-Ö

Nýlegar og sígildar bækur:

Að temja drekann sinn
Bráðfyndin og fjörlega samin. - Hiksti hryllifantur var hvorki hrikalegur í vexti né hrottafenginn í lund. Þess vegna varð hann að fara erfiðu leiðina til að verða hetja.
Guðni Kolbeinsson þýddi. — 9-13 ára. 2.790 kr. — A-Ö

Bobbi, Kalla og risinn
Spennandi og falleg saga. Léttlestur. Sigrún Á. Eiríksdóttir þýddi. 7-10 ára. 1.880 kr. — A-Ö
Bókin um simpansana
Falleg og fróðleg verðlaunabók. Sígilt verk. Guðni Kolbeinsson þýddi. 5-10 ára. 980 kr. — A-Ö
Dagbók drápskattar
Bráðskemmtileg saga um kött sem gengur lengra en eigendur hans vilja. Heppileg sem léttlestrarbók. Nú endurprentuð sem kilja. Þýðing: Árni Árnason. 6-9 ára. 980 kr.
Dagur risabani
Vinirnir Dagur og Símon eru fjörugir og uppátækjasamir. Léttlestrarbók. 7-10 ára. 980 kr.
Einhyrningurinn minn
— Draumar rætast
Ævintýrasaga um Láru og hestinn hennar sem getur breyst í einhyrning. Sigrún Á. Eiríksdóttir þýddi. 8-11 ára. 2.180 kr. — A-Ö
Einhyrningurinn minn — Á ferð og flugi
Lára og vinkonur hennar — og hestarnir þeirra — í nýjum ævintýrum. 8-11 ára 2.180 kr.
Eva og Adam — Að vera eða vera ekki — saman
Lítið er eftir af þessari bók úr vinsæla flokknum um Evu, Adam og félaga þeirra. 9-13 ára. 1.490 kr.
Eva og Adam — Bestu óvinir
Fáein eintök eftir. 9-13 ára. 1.490 kr.
Eva og Adam — Kvöl og pína á jólum
9-13 ára. 1.890 kr.
Eva og Adam — Síðasta náttfatapartíið
9-13 ára. 1.890 kr.
Eva og Adam — Martröð á Jónsmessunótt
9-13 ára 1.890 kr.
Eva og Adam Á síðasta snúning
9-13 ára. 2.590 kr.
Eva og Adam — Félagar mínir
Vinabók... Mundu mig! Kilja. 1.280 kr.
Eva og Adam — Partíbókin
Ráðleggingar — gamansögur — uppskriftir... Litprentuð. 9-13 ára. 2.180 kr.
Ég veit af hverju... Dúdúfuglinn dó út
Fræðandi og skemmtileg bók fyrir krakka. Afar fallega myndskreytt. Litprentun. Stórt letur. Sagt er frá tegundum sem dáið hafa út eða eru í útrýmingarhættu. Árni Árnason þýddi. 6-11 ára. 1.490 kr. — A-Ö
Ég veit af hverju... Kengúrur eru með poka
Fræðandi og skemmtileg með fallegum myndum. Litprentun. Um margt sérstætt í dýraríkinu og verndarsjónarmið. Stórt letur. Létt verkefni í hverri opnu.Guðni Kolbeinsson þýddi. 6-11 ára. 1.490 kr.
Ég veit af hverju... Trén eru með lauf
Fræðir um jurtir, ekki síst margar sérstæðar. Stórt letur. Litprentun. Sigrún Á. Eiríksdóttir þýddi. 6-11 ára. 2.190 kr.
Fingurætan
Skemmtileg léttlestrarbók um Guðrúnu sem unir því ekki að Úlfur jarðálfur bíti fingur af fólki. 7-10 ára. Árni Árnason þýddi. 1.490 kr.
Ferðageitungurinn
Fimmta heftið af hinum vinsælu Geitungabókum eftir Árna Árnason með teikningum Halldórs Baldurssonar. — Þjóðsögur — gamansögur — útlínukort af landshlutum — verkefni. Fyrir fólk frá sjö ára aldri. Stórt brot. Heft. 980 kr.
Geitungurinn 1
Geitungarnir eru vandaðar verkefnabækur fyrir börn sem vilja læra að lesa og reikna. Árni Árnason samdi. Halldór Baldursson myndskreytti. Meðmæli kennara, foreldra og barna. Metsala. Hefur verið prentaður níu sinnum. 890 kr.
Geitungurinn 2
Stafa og litabók. 790 kr.
Geitungurinn 3
Framhald af Geitungnum 1. Fjölbreytt verkefni. 890 kr.
Geitungurinn 4
Framhald af 1 og 3. 870 kr.
Talnageitungurinn
Fyrir börn sem vilja læra að reikna. 980 kr.
Harry og hrukkudýrin
Spennandi saga og smellin. Harry, frænkur hans og vinir þeirra á virðulegum aldri glíma við óprúttna náunga. Guðni Kolbeinsson þýddi. 9-12 ára. 2.680 kr. — A-Ö
Kýrin sem hvarf
Verðlaunasaga úr samkeppni Æskunnar o. fl. — e. Þorgrím Þráinsson og Þórarin F. Gylfason (myndir). 6-10 ára. 1.490 kr. — A-Ö
Latibær á Ólympíuleikum
Önnur bókin í hinum ofurvinsæla flokki um íþróttaálfinn og íbúa Latabæjar — e. Magnús Scheving. Myndir: Halldór Baldursson. 5-11 ára. 1.490 kr.
Latibær í vandræðum
Þriðja sagan. Gefin út í tveimur bókum, fyrir unga krakka (5-7 ára) og aðeins eldri (8-11 ára). Fáeinar bækur eftir. Fæstar í plasti. 1.490 kr.
Malla:
Dagur Möllu

Límmiðabók um sjónvarpsstjörnuna Möllu mús. Litprentun. Heft. 3-5 ára. 790 kr.
Klæddu Möllu
Límmiðabók. 3-5 ára. 790 kr.
Malla fer í leikskóla
Börnin lyfta flipum og toga í sepa og eru þá í leik með Möllu. Hörð og þykk spjöld. 3-5 ára. 1.240 kr. — A-Ö
Malla fer í sund
Flipabók. 3-5 ára. 1.240 kr.
Ógnaröfl
Spennubækur fyrir unglinga. Magnaður söguþráður, kynja- og ævintýraheimar. Guðni Kolbeinsson þýddi. Í litlum heftum með kilju-kápum, 1. hluti, 1-9: 489 kr. hvert hefti. — Stærri bækur, 2. hluti 1-3 og 3. hluti 1-3: 1.690 kr. hver bók. — Semja má um lægra verð (og skiptingu greiðslu) ef allar bækurnar eru keyptar.
Ómögulegir foreldrar
Fyndin saga með fjörlegum teikningum um Benna og Maríu og ómögulega foreldra þeirra... Léttlestrarbók. Endurprentuð sem kilja. 7-10 ára og foreldrar! 980 kr.
Sasha
Adda Steina Björnsdóttir samdi fjórar skemmtilegar sögur um börn í fjarlægum löndum. Eigum enn tvær þeirra. Teikningar eftir Margréti Laxness. Heft. 8-11 ára. 590 kr.
Savíta
eftir Öddu Steinu. Savíta er indversk stúlka sem langar til að fara í framhaldsnám. Heft. 8-11 ára. 690 kr.
Stefndu hátt, Rósa!
Rósu langar til að verða þekktur söngvari. Tækifærið býðst... Léttlestrarbók. 7-10 ára. 980 kr.
Vorið kallar
Ljóð og söngvar eftir Margréti Jónsdóttur. Þórdís Tryggvadóttir myndskreytti. Nótur fylgja mörgum kvæðunum. Meðal þeirra eru Ísland er land þitt og Krakkar út kátir hoppa. 7-12 ára og fullorðnir. 980 kr. — A-Ö
Þjófur um nótt
e. Árna Árnason með teikningum Halldórs Baldurssonar. Skemmtileg léttlestrarbók. 7-10 ára. 1.290 kr.
Þorri og þúsundfætlan
Spaugileg léttlestrarbók um Þorra sem vill trampa á öllu. Endurprentuð sem kilja. 7-10 ára. 980 kr.
Þú ert duglegur, bangsi litli!
Hugnæm saga með fallegum myndum. Árni Árnason þýddi. Sígild bók. Litprentun. 3-5 ára. 1.490 kr. — A-Ö.
--------------------------------------
Eigum einnig:
Adda kemur heim
e. Jennu og Hreiðar Stefánsson.
8-12 ára. 980 kr.

Birgir og Ásdís
e. Eðvarð Ingólfsson.
10-15 ára. 980 kr.

Blaðurskjóða
í þýðingu Guðna Kolbeinssonar.
9-12 ára. 1.490 kr.

Brúðan hans Borgþórs
e. Jónas Jónasson. Sigrún Eldjárn myndskreytti.
5-10 ára og fullorðnir. 790 kr.

Dýrið gengur laust
e. Hrafnhildi Valgarðsdóttur.
10-14 ára. 790 kr.

Eins og skugginn
e. Andrés Indriðason.
12-16 ára. 980 kr.

Felix og kauphallarævintýrið
í þýðingu Arthúrs Björgvins Bollasonar.
11-15 ára. 980 kr.

Frú Pigalopp og jólapósturinn
í þýðingu Guðna Kolbeinssonar.
5-11 ára og fullorðnir. 890 kr.

Gegnum bernskumúrinn
e. Eðvarð Ingólfsson.
10-15 ára. 980 kr.

Hefurðu farið á hestbak
e. Önnu Dóru Antonsdóttur.
9-13 ára. 890 kr.

Kata Mannabarn
e. Kjartan Árnason.
9-13 ára. 890 kr.

Kári litli í skóla
e. Stefán Júlíusson
6-9 ára. 990 kr.

Köflóttur himinn
e. Karl Helgason
9-13 ára. 890 kr.

Meiriháttar stefnumót
e. Eðvarð Ingólfsson.
10-15 ára. 890 kr.

Pési vinur minn og töfraskórnir
e. Ulf Stark. Sigrún Á. Eiríksdóttir þýddi.
9-12 ára. 1.490 kr.

Sannleikann eða áhættuna
e. Annika Thor, í þýðingu Sigrúnar Á. Eiríksdóttur.
10-14 ára. 980 kr.

Snjallar stúlkur
í þýðingu Guðna Kolbeinssonar.
9-12 ára. 1.290 kr.

Spæjarafélagið — Dularfullar vísbendingar
Anna María Hilmarsdóttir þýddi.
11-14 ára. 1.490 kr.

Svartiskóli
e. Ólaf Sindra Ólafsson og Ragnar Pétursson.
11-14 ára. 1.290 kr.

Unglingar í frumskógi
e. Hrafnhildi Valgarðsdóttur
10-14 ára. 890 kr.

Ævintýralegt samband
e. Andrés Indriðason
9-13 ára. 1.290 kr.Að panta bækur
Netpóstur: karl@aeskanbok.is
Póstur: Bókaútgáfan Æskan, Faxafeni 5, 108 Reykjavík.