FAXAFENI 5 • 108 REYKJAVÍK • SÍMI: 530-5402 • NETPÓSTUR: karl@aeskanbok.is

 

 

Fram undan
Drekar og risaeðlur koma sannarlega við sögu í bókum okkar í ár, 2007!

Eldur drekans er þriðja og síðasta bindið í bráðskemmtilegum flokki eftir verðlauna- og metsöluhöfundinn Jane Johnson - framhald hinna geysivinsælu bóka, Leynilandsins og Skuggaheima.
Enn eru átök í Leynilandinu sem nú má frekar kalla Skuggaheima. Aleister hinn ógurlegi hefur sloppið úr fangelsi. Hann og Mannhundurinn mynda bandalag gegn Ísadóru drottningu, börnum hennar og liðsmönnum. Mannhundurinn heldur Nafnabókinni og getur því kallað til sín tröll, svartálfa og fleiri óvættir - og risaeðlur. Baráttan er ójöfn. Aðeins eitt getur bjargað: Að Ben heppnist að fá drekana til að fylgja Ísadóru drottningu í lokaátökunum um Leynilandið...
(9-13 ára)

Keisarinn í Furðulandi
Litli keisarinn í Furðulandi lendir í ótrúlegum ævintýrum í undarlegri veröld. Þar koma við sögu skápaskrímsli, loftfiskar, regnhlífatré og að sjálfsögðu drekar! Spennandi saga - og sjón er sögu ríkari! Stórskemmtilegar myndir fylgja stórkostlegum texta.
(Hentar fyrir 3-6 ára krakka og alla sem lesa fyrir þá)

Sömu söguhetjur og í bókinni Kossinn sem hvarf birtast í sögunni
Góða nótt - sofðu rótt!
Reyndar bætist lítil prinsessa í hópinn. Hún heldur vöku fyrir allri hirðinni með óstöðvandi gráti. Konunglegi kötturinn reif koddann hennar. Það er von að að hún sé leið og reið og gráti. Riddarinn (næstum því) hugprúði er sendur af stað til að finna mjúka fyllingu í kodda. Mjög mjúka. Á ferð sinni hittir hann auðvitað ógurlegan dreka...
(3-7 ára, foreldra þeirra, afa og ömmur, frændur og frænkur!)

Sagan um allt!
Sagan frá öndverðu (frá því að jörðin varð til) til okkar tíma er sögð á ellefu opnum! Ótrúlegt!
Frábær bók með fjörlegum texta og fyndnum myndum.
Flettu henni - ef þú þorir!

Einhyrningurinn minn
Góðar fréttir!
Við gefum út 6. bókina í þessum vinsæla flokki í haust
- og einnig 1. bókina, Galdurinn.
Hún hefur ekki fengist í nokkur ár en nú prentum við hana að nýju.
Mjög margir hafa spurt um Galdurinn og geta nú glaðst.