FAXAFENI 5 • 108 REYKJAVÍK • SÍMI: 530-5402 • NETPÓSTUR: karl@aeskanbok.is

 

 

FyrirtækiðBókaútgáfan Æskan ehf.
Ný útgáfa á traustum grunni


Bækur hafa verið gefnar út á vegum Æskunnar í 75 ár — frá 1930. Bókaútgáfan Æskan ehf. hefur nú keypt bókadeild Æskunnar ehf. Eigendur eru Karl Helgason og fjölskylda, Ofanleiti ehf. (Sigurjón Sighvatsson kvikmyndagerðarmaður) og Öflun ehf.

Aðsetur verður um sinn að Faxafeni 5, 108 Reykjavík.
Símbréf: 530-5401.
Netfang: karl@aeskanbok.is


Stefna fyrirtækisins er að gefa út vandaðar bækur með fjölbreyttu efni.
Helsta nýmælið að sinni er stofnun Bókaklúbbsins A-Ö — afar og ömmur fyrir börnin.

Útgáfan efnir til samkeppni um myndskreytta barnabók — með stuðningi Sigurjóns Sighvatssonar kvikmyndaframleiðanda og Suzuki bíla hf.


Góðar barnabækur fyrir ýmsa aldurshópa verða aðall útgáfunnar, með sérstakri áherslu á léttlestrarbækur.

Geitungunum, metsölubókum fyrir börn sem vilja læra að lesa og reikna, fjölgar enn!

Vinsælar handbækur fyrir foreldra og kennara verða jafnan á boðstólum.