FAXAFENI 5 • 108 REYKJAVÍK • SÍMI: 530-5402 • NETPÓSTUR: karl@aeskanbok.is

 

 

Léttlestrarbækur


Æskan hefur gefið út nokkrar léttlestrarbækur undanfarin ár. Það eru skemmtlegar sögur með stóru letri og mörgum myndum. Miklu skiptir fyrir unga lesendur að geta spreytt sig á slíkum bókum. Þær eru nauðsynlegur þáttur í að efla lestraráhugann — og öllum er nú ljóst að á því er rík þörf.

Árni Árnason kennari, rit- og námsefnishöfundur hefur komið að flestum þessara bóka, ýmist sem þýðandi, höfundur eða útgáfustjóri. (Árni er einnig höfundur Geitunganna sem reynst hafa vinsælustu verkefnabækurnar fyrir börn sem vilja læra að lesa og reikna. Sjá Geitungarnir.

Nokkrar léttlestrarbókanna seldust upp en hafa nú verið gefnar út að nýju sem ódýrar kiljur:

Dagbók drápskattar — e. Anne Fine. Árni Árnason þýddi. Steve Cox teiknaði myndir.
" ALLT Í LAGI. Hengið mig þá bara. Ég drap fuglinn. Í öllum bænum, ég er nú einu sinni köttur." — Kötturinn hennar Ellu drepur fugl og kemur með hann inn á heimilið. Næst kemur hann með dauða mús og þar næsta fórnarlamb veldur því að allt fer í háaloft. Úr verður frábær saga, sögð af sökudólginum, kettinum sjálfum. — 980 kr.

Ómögulegir foreldrar — e. Brian Patten. Árni Árnason þýddi. Myndir eftir Arthur Robins.
Helsti vandi Benna og Maríu er foreldrar þeirra. Þegar foreldradagurinn nálgast fyllast þau kvíða og skelfingu. Benni og María óttast svo að pabbi og mamma þeirra verði þeim til skammar að þau ákveða að koma í veg fyrir að þau komist í skólann. — Bráðskemmtileg bók handa ungum lesendum. - 980 kr.

Þorri og þúsundfætlan — e. Jenny Nimmo. Adda Steina Björnsdóttir þýddi. Myndir eftir David Parkins.
Plopp! Búmm! Klokk! Tsjúkk! Bang! — Þorra Brestssyni finnst æðislegt að trampa. En leikurinn snýst við þegar hann raskar ró risavaxinnar þúsundfætlu. — Fyndin saga með fjölmörgum teikningum. — 980 kr.

Í kiljum fást einnig:

Dagur risabani — e. Budge Wilson. Sesselja Halldórsdóttir þýddi. Kim LaFave myndskreytti.
Vinirnir Dagur og Símon fá margar frábærar hugmyndir. Heima hjá þeim er sjaldnast ró og friður því að þeir sjá geimverur, górillur og grímuklædda ræningja í hverju skoti — krókódíla í baðkerinu og vígtennt tígrisdýr í garðinum. — Bráðskemmtileg léttlestrarbók. — 980 kr.

Stefndu hátt, Rósa! — Hazel Hutchins. Sesselja Halldórsdóttir þýddi. Yvonne Cathcart myndskreytti.
Þegar kennari Rósu biður hana að syngja fyrir bekkinn veit hún að það er einstakt tækifæri til að byrja ferilinn sem besti söngvari í heimi. Á hún að syngja eitt af lögunum með Céline Dion eða...? Það er erfitt að velja lag, jafnvel fyrir besta söngvara í heimi, og strákarnir þrír sem senda skutlur auðvelda það alls ekki.
980 kr.

Í hörðum spjöldum eru:

Bobbi, Kalla og risinn — e. Sophie Smiley. Sigrún Á. Eiríksdóttir þýddi. Michael Foremann myndskreytti.
„Fjölskylda mín er með fótboltadellu. Ég fæddist með mikið, rautt hárog þá söng pabbi hástöfum: ÁFRAM, RAUÐIR! Hann dáir Manchester United. Ef við Bobbi vorum óþekk blés mamma í flautu og sýndi rauða spjaldið. Hún var alltaf að reka okkur út af!” — Spennandi og falleg saga. — 1.980 kr.

Fingurætan — e. Dick King-Smith. Árni Árnason íslenskaði. Myndir eftir Arthur Robins.
Jarðálfurinn Úlfur finguræta situr um saklaust fólk og vill heilsa því innilega og bíta af því fingur um leið og éta. Þegar hann kynnist Guðrúnu á hann eftir að óska þess að hún hefði aldrei orðið á vegi hans. Smellin saga með spaugilegum myndum. — 1.490 kr.

Þjófur um nótt — e. Árna Árnason. Halldór Baldursson myndskreytti.
Garpur og Gunnur læra um það í skólanum að líklega væri mjög erfitt að búa í samfélagi okkar ef engin lögregla væri til. Þau fá líka að kynnast því strax næstu nótt þegar góðkunningi lögreglunnar, Palli fíni, fer á stjá. — Skemmtileg bók með miklu myndefni. — 1.290 kr.