FAXAFENI 5 • 108 REYKJAVÍK • SÍMI: 530-5402 • NETPÓSTUR: karl@aeskanbok.is

 

 

Nýjar bækur
Að opna dyr
 
Saga Guðrúnar J. Halldórsdóttur, fyrrum skólastjóra Námsflokka Reykjavíkur og þingkonu Kvennalistans.
 
Merkileg saga mikilhæfrar konu sem hefur haft fádæma áhrif til góðs.

 
Ótalmargir þekkja Guðrúnu og eiga henni gott að gjalda eftir að hafa notið kennslu hennar í Lindargötuskólanum eða verið í Námsflokkunum sem hún gerði að einni stærstu skólastofnun landsins.
 
Skilningur Guðrúnar á fólki og vandamálum þess hefur orðið til þess að margir hafa fengið tækifæri til að njóta sín í námi og starfi. Hún hefur opnað mörgum dyr á vegferðinni til menntunar og þroska. Næman skilning hennar má meðal annars þakka hennar eigin lesblindu, sem uppgötvaðist ekki fyrr en hún var komin á fullorðinsár.
 
Guðrún Jónína Halldórsdóttir segir skemmtilega og hispurslaust frá kynnum sínum af fjölda fólks og dregur ekkert undan þegar hún lýsir afstöðu sinni til breytinga sem gerðar voru á Námsflokkum Reykjavíkur eftir að hún lét af störfum fyrir aldurs sakir.
 
Í bókinni segir einnig af ótrúlegum æviferli ýmissa ættmenna Guðrúnar, heima og erlendis.
Hildur Finnsdóttir og Þorgrímur Gestsson skráðu.

Ellert Schram:
Á undan sinni samtíð
Sönn skáldsaga


Hér er á ferðinni saga úr nútímanum, saga tveggja jafnaldra samtíðarmanna sem er samtvinnuð því reykvíska lífi sem við flest þekkjum. Hún er háðsádeila, skopsaga, raunasaga manna sem heyja lífsbaráttu sína hvor með sínum hætti. Annar í fjármálaheiminum, hinn í stjórnmálunum. Á undan sinni samtíð, segir höfundur en tekur jafnframt fram: “Það þarf mikla einbeitingu til að vera samferða sjálfum sér." Við fáum að fylgjast með hvernig til tekst.


Ellert B. Schram er löngu þjóðþekktur fyrir störf sín sem alþingismaður, ritstjóri og forystumaður í íþróttahreyfingunni. En hann er einnig vel kunnur sem dálkahöfundur í Morgunblaðinu, DV og Fréttablaðinu, þar sem skopskyn, glettni og alvara fara saman. Þessir eiginleikar njóta sín vel í bókinni sem er full af broslegum ævintýrum og gráglettnum örlögum.
Á undan sinni samtíð er sönn skáldsaga, segir höfundur. Hún er lyginni líkust en sannleikanum samkvæm. Hún er bráðskemmtileg og á erindi við alla, unga sem gamla.


Skemmtilegt fólk


Spaugarar, sögumenn, hagyrðingar og hrekkjalómar
Rithöfundar og fjölmiðlamenn völdu fólk til að segja sér góðar sögur, glettin tilsvör og fyndnar ferskeytlur.
Hér eru skrásetjarar / sögumenn í óreglulegri stafrófsröð:


Helgi Seljan yngri/ Helgi Seljan
Herdís Egilsdóttir / Um Egil Jónasson
Ingólfur Margeirsson /Flosi Ólafsson
Björn Jónsson / Kjartan Hafsteinn Guðmundsson
Eðvarð Ingólfsson /Raggi Bjarna
Finnbogi Hermannsson / Hálfdán Guðröðarson
Guðjón Sveinsson / Anna Jónsdóttir
Gunnhildur Hrólfsdóttir / Jón H. B. Snorrason
Helgi Seljan / Ólafur Einarsson
Karl Helgason / Eðvarð Ingólfsson
Ragnar Ingi Aðalsteinsson / Baldur Pálsson
Valgeir Sigurðsson / Sigurður Jónsson frá Haukagili
Vilhjálmur Hjálmarsson / Af Sveini Ólafssyni


Fólk á skilið að fá skemmtilega bók!

 

Einhyrningurinn minn — Máttugra en töfrar


Skyggnir, hesturinn hennar Láru , breytist í fagran einhyrning þegar hún fer með töfraþulu.
Þau hafa keppst við að hjálpa vinum sínum með því að nota töframáttinn en skyndilega verður Skyggnir veikur. Láru bregður mikið. Er mátturinn að þverra? Hvað getur hún gert til að Skyggni batni?
Máttugra en töfrar er fimmta sagan í skemmtilegum og spennandi bókaflokki um Láru og einhyrninginn hennar.
Bókin er einkum ætluð 8-12 ára krökkum.


Mitt er betra en þitt


Bráðsnjöll bók eftir verðlaunahöfundinn Þorgerði Jörundsdóttur.


Smellnar myndir við glettinn texta um tvo stráka sem metast um dreka sem verður hrikalega ægilegur...


Þorgerður vann til 1. verðlauna í samkeppni okkar í fyrra fyrir bókina Þverúlfs saga grimma.
Í blaðadómi (DV) fékk hún fjórar stjörnur. Þar segir:


“Þorgerður Jörundsdóttir hefur hlotið verðlaun fyrir þýðingar sínar. Barnabókin Þverúlfs saga grimma sýnir hæfileika hennar til frumsamdra verka svo um munar því það er velheppnuð bók í alla staði.”
Hentar fyrir 4-8 ára krakka.

Skuggaheimar


eftir verðlaunahöfundinn Jane Johnson
Æsispennandi framhald Leynilandsins


Skuggi hvílir yfir töfraveröldinni Ædolon þar sem hinn illi Mannhundur ríkir með ógnarstjórn. Hann hefur safnað um sig hirð trölla, þursa, draugahunda og svartálfa og ætlar að leggja Leynilandið í auðn. Ísadóra drottning ákveður að halda til þegna sinna til þess að leiða baráttuna gegn honum.
Ellý hraðar sér á eftir móður sinni en Mannhundurinn tekur hana höndum og varpar henni í dýflissu. Aðeins Ben og Iggi geta bjargað henni — með aðstoð góðra vina — og hindrað að þegnar Leynilandsins verði þrælkaðir til eilífðar.


Sagt um Leynilandið:
"Frábær fyrsta bók í bókaflokki!"
Clive Barker

"Fersk og fyndin. Fín fyrir krakka."
The Bookseller


"Ákaflega vel heppnuð saga."
The Times


"Kunnirðu að meta ævintýri, töfra og gæludýr, er þetta bók fyrir þig. Ég gef henni hæstu einkunn!"
Kraze Club magazine


Bókin er ætluð fyrir 9-13 ára krakka.

Stelpan sem talar við snigla


eftir Eystein Björnsson og Freydísi Kristjánsdóttur


Tveir meistarar máls og mynda hafa sent frá sér gullfallega og skemmtilega bók.
Kolla fer í rannsóknarleiðangur til fjalls með afa sínum. Hana langar ákaflega til að finna hreiður...


Eysteinn hefur sent frá sér bækur bæði fyrir börn og fullorðna, skáldsögur og ljóð.
Freydís hefur unnið myndir í fjölda bóka af ýmsu tagi.
Hentar fyrir 5-10 ára börn.