FAXAFENI 5

108 REYKJAVÍK

SÍMI: 530-5402

 

 

 

 

Afar og ömmur,

börn og bækur!

Umhyggja ömmu og afa fyrir barnabörnum sínum nær frá a til ö!
Þau vilja til dæmis gjarna að barnabörnin eigi þess kost að lesa góðar bækur, skemmtilegar og fræðandi, og lesa þær oft fyrir þau og með þeim.

Nýlegar kannanir hafa sýnt að mikil þörf er á að auka lestraráhuga barna. Afar og ömmur gegna þar sannarlega miklu hlutverki.
Við bjóðum þér því að verða félagi í nýjum bókaklúbbi – fyrir barnabörnin.
Bækurnar getur þú haft í eigin lestrarkróki, heima eða í sumarbústað,
eða gefið barnabörnunum.

Ótrúlegt tilboð!

Við inngöngu í klúbbinn fá félagar sjö úrvalsbækur
fyrir einungis 280 krónur hverja,

eða aðeins 1.960 krónur alls.

Almennt verð – meðaltal sjö bóka – samtals 12.040 kr.
Þú getur sparað 10.080 kr.
Bækurnar eru ætlaðar börnum á aldrinum 3-12 ára.
Þeim er lýst hér neðar.
Vera kann að fólk vilji gerast félagar þó að ekki sé það afar eða ömmur
– þá fyrir frændur eða frænkur eða aðra litla vini sína. Það er velkomið!

Ósk um að verða félagi sendist á netfangið: karl@aeskanbok.is

Nánar um skilmála neðst á síðunni.

Bækurnar!

Nr. 1 Malla fer í leikskóla eftir Lucy Cousins. Árni Árnason íslenskaði. Bækur um Möllu mús hafa komið út í fjölda landa og njóta mikilla vinsælda. Hún er einnig þekkt sjónvarps"stjarna". - Í leikskólanum málar Malla myndir og skrifar sögur. Börnin lyfta flipum og toga í sepa og eru þá í leik með Möllu. - Einfaldur texti. Litprentun. 16 þykkar blaðsíður. Útg. 2000.- Líka eru til á íslensku Malla fer í sund og límmiðabækurnar Dagur Möllu og Klæddu Möllu. F. 3-5 ára.

Nr. 2 Þú ert duglegur, bangsi litli e. Martin Waddell. Barbara Firth myndskreytti. Árni Árnason þýddi. - Hugnæm saga með fallegum myndum um litla og stóra bangsa sem fara saman í skoðunarferð. Bangsi litli finnur þá vel hve gott er að eiga einhvern að sem treysta má fullkomlega. - Sígild bók. Litprentun. 32 blaðsíður. Útg. 1999. F. 3-5 ára.

Nr. 3 Kýrin sem hvarf e. Þorgrím Þráinsson. Þórarinn F. Gylfason myndskreytti. Verðlaunasaga úr barnabókasamkeppni Æskunnar o.fl. 2000. - "Sagan er skemmtileg og Þorgrími tekst vel upp við að spinna þráð sem heldur ungum lesendum án efa við efnið... Myndir Þórarins gæða söguna enn meiri lífi en ella. Sjö ára lesandi sagði: "Mér finnst sagan skemmtileg." Er það ekki allt sem segja þarf?" Sigurður Helgason í dómi í Mbl. - Litprentun. 36 bls. F. 6-10 ára.

Nr. 4 Bókin um simpansana e. Jane Goodall. Ljósmyndir: Michael Neugebauer. Guðni Kolbeinsson þýddi. - Fyrstu verðlaun alþjóðlegs verðlaunasjóðs.
Falleg og fróðleg bók. "Myndir... sýna glöggt að enginn hefur kynnst hópi villtra dýra betur en Jane Goodall simpönsunum sínum." Umsögn: Konrad Lorenz nóbelsverðlaunahafi. - Sígilt verk. Litprentun. 32 síður. Útg. 1993. F. 5-10 ára.

Nr. 5 Ég veit af hverju... Dúdúfuglinn dó út og sitthvað fleira um útdauðar dýrategundir og dýr í útrýmingarhættu e. Andrew Cherman. Þýðandi: Árni Árnason. Bókin er úr flokki mjög vandaðra fræðibóka. Þær hafa víða náð metsölu enda einstaklega vel til þess fallnar að fræða unga lesendur. - Mjög fallegt myndefni. Litprentun. 32 síður í stóru broti. Útg. 1999. - Einnig til í flokknum: Ég veit af hverju... Kengúrur eru með poka og Ég veit af hverju... Trén eru með lauf. F. 5-10 ára.

Nr. 6 Einhyrningurinn minn - Draumar rætast e. Lindu Chapman. Teikningar: Biz Hull. Íslensk þýðing: Sigrún Á. Eiríksdóttir. Önnur sagan í skemmtilegum bókaflokki um Láru og einhyrninginn hennar. Sú fyrsta heitir Galdurinn - sú þriðja Á ferð og flugi. - Skyggnir, hesturinn hennar Láru, breytist í einhyrning þegar hún fer með töfraþulu....- 125 blaðsíður. Útg. 2003. F. 8-11 ára.

Nr. 7 Vorið kallar - ljóð og söngvar eftir Margréti Jónsdóttur. Myndskreytt af Þórdísi Jónsdóttur. Nótur fylgja mörgum kvæðunum. Margrét er meðal þeirra sem best hafa kveðið kvæði og vísur fyrir börn. - Af kvæðunum má nefna Ísland er land þitt (með nótum við lag Magnúsar Þórs Sigmundssonar), Vorið kallar, ort við lag Bellmans og Krakkar út kátir hoppa, við alþekkt danskt lag. - 96 bls. Útg. 1992. F. 7-10 ára.

Nr. 8 Bobbi, Kalla og risinn e. Sophie Smiley - myndskreytt af Michael Foreman. Sigrún Á. Eiríksdóttir íslenskaði. - Foreldrar Bobba og Köllu er með fótboltadellu og krakkarnir líka. Systkinin eru ekki í sama skóla af því að Bobbi er með Downs-heilkenni - en þau hjálpast alltaf að. - Spennandi og falleg saga. - 57 bls. Útg. 2003. 7-10 ára.

Nr. 9 Harry og hrukkudýrin e. Alan Temperley. Guðni Kolbeinsson þýddi. - Kostulega smellin og spennandi saga um Harry - og frænkur hans og vini þeirra á virðulegum aldri. 18 þættir sýndir í Sjónvarpinu við miklar vinsældir. "Það er langt síðan undirritaður hefur sest niður með bók sem hefur fengið hann til að hlæja jafnoft og jafnmikið..." Úr dómi Sigurðar Helgasonar í Mbl. - 233 bls. Útg. 2002. F. 9-12 ára.

Nr. 10 Að temja drekann sinn e. Hiksta Hryllifant Hlýra III. Cressida Cowell sneri úr norrænu á ensku. Guðni Kolbeinsson íslenskaði. Bráðfyndin saga og fjörleg. Holl lesning fyrir hverja þá hetju sem á í basli með að vera eins hetjuleg og hún vildi. - Hiksti var hvorki hrikalegur í vexti né hrottafenginn að eðlisfari. Þess vegna varð hann að fara erfiðu leiðina til að verða hetja. - 215 bls. Fjöldi teikninga. Útg. 2003. F. 9-12 ára.

______________________________________

Að gerast félagi

Nýir félagar mega velja sjö bækur fyrir aðeins 280 kr. hverja. Þeir skuldbinda sig aðeins til að kaupa fjórar bækur á fyrsta ári auk tilboðsbókanna. Ef óskað er að greiða af kortareikningi biðjum við um númer korts, gildistíma og kennitölu. Félagar greiða burðargjald. Sendum kynningarbækling ef óskað er. Sendið póst á netfangið: karl@aeskanbok.is