FAXAFENI 5 • 108 REYKJAVÍK • SÍMI: 530-5402 • NETPÓSTUR: karl@aeskanbok.is

 

 

Ýmsar bækur


Æskan hefur ekki gefið út bækur fyrir fullorðna frá því 2000 — nema Samskipti kennara og nemenda 2001 (og endurprentanir handbóka: Litróf kennsluaðferðanna — Að mörgu er að hyggja — Samskipti foreldra og barna). Sjá Handbækur.

Við eigum þó nokkra titla frá fyrri árum, af flestum þeirra að sjálfsögðu mjög lítið.

Bækur eftir Vilhjálm Hjálmarsson fyrrverandi ráðherra:

Dugga frönsk og framboðsfundir — Nokkrir þættir um lífið í landinu
Meðal þáttanna er ástar- og örlagasaga fransks skipstjóra og íslenskrar heimasætu.
211 bls. — 1.490 kr.

Ferðaslangur — Austan tjalds og vestan hafs
Engum kemur á óvart að saga af ferðalagi til Íslendingabyggða í Vesturheimi sé áhugaverð — allra síst er Vilhjálmur Hjálmarsson skráir hana. Hitt kann einhvern að undra að frásögn af ferðalagi austur fyrir “tjald”, sem þá var kallað, geti verið svo skemmtileg sem raun ber vitni...
224 bls. — 1.490 kr.

Frændi Konráðs, föðurbróðir minn — Æviminningar Hermanns Vilhjálmssonar.
Vilhjálmur segir hér sögu föðurbróður síns — á sinn einkar gamansama og hugþekka hátt. Þess vegna er unun að því að lesa bókina þó að hún fjalli um óvenjulegt og raunar dapurlegt lífshlaup manns er aldrei fékk notið hæfileika sinna.
195 bls. — 1.490 kr.

Hann er sagður bóndi — Æviferilsskýrsla Vilhjálms Hjálmarssonar, rituð af honum sjálfum
“Hann er sagður bóndi,” skrifaði nemandi Vilhjálms Hjálmarssonar er hann tók sér fyrir hendur að lýsa kennara sínum í tímastíl — “en er víst flest annað frekar,” bætti hann við...
272 bls. — 1.490 kr.

Mannakynni — Frá öðru fólki og athöfnum þess
Vilhjálmur Hjálmarsson fyrrverandi ráðherra hefur kynnst ótal mörgu fólki á vettvangi ...”sem nær frá heimaslóðum til höfuðborgar ... enda hefur það orðið hlutskipti mitt löngum að vera ekki einn á ferð...” eins og hann getur um í formála. — Við sögu koma 540 konur og karlar!
232 bls. — 1.490 kr.

Þeir breyttu Íslandssögunni — Tveir þættir af landi og sjó
Annar þátturinn fjallar um örlagaatburði er áttu sér stað að hálfnaðri 20. öld þegar bjargarleysi vofði yfir og botnlaus ófærð og illviðri lokuðu leiðum. Þá gripu vaskir menn til nýrra ráða og beittu skriðbeltatækjum... Í hinum þættinum segir frá árabátaútgerð Færeyinga héðan, allgildum þætti í atvinnusögu okkar.
220 bls. — 1.490 kr.

___________________________________________

Viðtalsbækur — skráðar af Eðvarði Ingólfssyni

Lífssaga Ragga Bjarna
Söngvarinn, prakkarinn og ævintýramaðurinn Ragnar Bjarnason lætur gamminn geisa í þessari skemmtilegu samtalsbók...
280 bls. — 1.490 kr.

Róbert — Ævisaga listamanns
Róbert Arnfinnsson á að baki hálfrar aldar glæsilegan leikferil og hefur gætt margar persónur slíku lífi að þær lifa í vitund þjóðarinnar...
252 bls. — 1.490 kr.

Baráttusaga athafnamanns — Endurminningar Skúla Pálssonar á Laxalóni
Skúli Pálsson var einn af framsýnustu athafnamönnum þjóðarinnar á 20. öld. Hann stofnaði fyrstu veiðarfæragerðina hérlendis, undirbjó jarðveg fyrir veiðar og verkun humars fyrstur manna — en þjóðfrægur varð hann fyrir frumkvæði í fiskeldi og áratugabaráttu sem hann háði við yfirvöld vegna ræktunar regnbogasilungs...
186 bls. - 1.490 kr.

Árni í Hólminum — Engum líkur (saga Árna Helgasonar í Stykkishólmi) og Við klettótta strönd (rætt við fólk undir Jökli) eru uppseldar).

___________________________________________

Kapphlaupið — Afreksferðir Amundsens og Scotts til Suðurskautsins — e. Kåre Holt. Sigurður Gunnarsson þýddi. — Spennandi skáldsaga þar sem að nokkru er stuðst við heimildir um ferðirnar frægu. — Afburða vel rituð bók.
196 bls. — 890 kr.

Lífsþræðir — e. Sigríði Gunnlaugsdóttur.
Höfundur hlaut fyrstu verðlaun í skáldsagnasamkeppni IOGT fyrir þessa athyglisverðu sögu. — “Átturnar” voru þær kallaðar, átta skólasystur á Laugarvatni. Samheldinn hópur. Leiðir skildi eftir stúdentspróf. Eftir tuttugu ár býður ein þeirra hinum heim. Það er tilhlökkunarefni að hittast. Samt reynist sumum það sárt. Lífsþræðir eru stundum einkennilega ofnir.
192 bls. — 980 kr.

Ljóðaúrval — Sr. Björn Jónsson valdi úr ljóðum Sigurðar Júlíusar Jóhannessonar og ritar ýtarlegan formála. Sigurður Júlíus var læknir, ritstjóri og skáld í Kanada, áður fyrsti ritstjóri barnablaðsins Æskunnar. Sigurður orti bæði fyrir fullorðna og börn. Ýmis ljóða hans eru alkunn, svo sem Ég á lítinn, skrýtinn skugga, og Mamma borgar.
96 bls. — 1.490 kr.

Magnús organisti — Baráttusaga alþýðumanns
Aðalgeir Kristjánsson skráði. — “Lífsbraut Magnúsar var ekki blómum stráð. Þó er ævisaga hans um margt ævintýri líkust,” segir Jón Þórarinsson í formála. — Magnús Einarsson var brautryðjandi í söng- og tónlistarlífi Akureyrar um og fyrir síðustu aldamót og vann sér það til frægðar að fara með karlakórinn Heklu í söngför til Noregs haustið 1905.
248 bls. — 1.490 kr.

Ólafur biskup — Æviþættir — Sr. Björn Jónsson skráði.
Í bókinni lítur Ólafur Skúlason biskup yfir farinn veg. Hann greinir frá fjölskyldu sinni og uppvexti, kynnum af fjölmörgu fólki og fjallar af hreinskilni um menn og málefni. Hann lýsir óvenjulegu lífshlaupi sínu á þann líflega hátt sem honum er sérstaklega lagið og dregur ekki fjöður yfir ýmiss konar átök sem áttu sér stað innan kirkjunnar á starfstíma hans.
400 bls. 1.980 kr.

Raddir morgunsins — Úrval ljóða eftir Gunnar Dal. Ólafur Haukur Árnason ritaði aðfaraorð.
192 bls. — 980 kr.

Sigga á Brekku — Endurminningar aldamótabarns
Frásagnirnar byggjast á endurminningum Ingibjargar Þorgeirsdóttur (f. 1903) frá því snemma á 20. öld. Hún segir frá ýmsum árstíðabundnum venjum sem snertu börn í þá daga. Frásögnin er einlæg lýsing á siðum, venjum og búskaparháttum horfins samfélags.
128 bls. — 980 kr.

Útlendingurinn — skáldsaga eftir Albert Camus. — Höfundurinn hlaut bókmenntaverðlaun Nóbels 1957. Í formálsorðum segir þýðandinn, Bjarni Benediktsson frá Hofteigi, meðal annars: “Stíl þeirrar sögu, sem hér birtist, hefur verið líkt við fágað gler, blikandi stál og önnur alskír efni.”
Kilja. 98 bls. — 790 kr.

___________________________________________


Seljum einnig:
Sáðmaður að starfi
— Sr. Björn Jónsson — Afmælisrit
Sr. Björn Jónsson, fyrrv. prófastur á Akranesi, varð sjötugur 7. október 1997. Af því tilefni ákváðu vinir hans í bindindishreyfingunni að heiðra hann með útgáfu afmælisrits. — Í fyrsta kaflanum er viðtal við sr. Björn um líf hans og starf (sr. Eðvarð Ingólfsson skráði) — en að öðru leyti er bókin fjölbreytt greinasafn hans sjálfs.
256 bls. — 1.490 kr.

Á lífsins leið — 1.-7. bindi
Góðgerðafélagið Stoð og styrkur hefur gefið út sjö bindi ritsafnsins Á lífsins leið — til styrktar Barnaspítala Hringsins og forvarnastarfi IOGT meðal barna. Í því eru frásagnir fjölda þekktra manna og kvenna um minnisstæð atvik og fólk sem ekki gleymist. Efnið er því fjölbreytt, ýmist gamansamt, áhrifamikið eða fróðlegt.
Hvert bindi: 162-208 síður. — Frásagnir 22-26 þekktra einstaklinga. — 3.290 kr.