FAXAFENI 5 • 108 REYKJAVÍK • SÍMI: 530-5402 • NETPÓSTUR: karl@aeskanbok.is

Velkomin á vefinn!

SaganFyrirtækiðFram undan


Bækur í 75 ár
Á vegum Æskunnar hafa verið gefnar út góðar bækur frá 1930.

Á afmælisári kynnum við ýmsar nýjungar:


Bókaklúbburinn A-Ö
- afar og ömmur fyrir börnin

Umhyggja ömmu og afa fyrir barnabörnum sínum nær frá a-ö! Þess vegna stofnuðum við þennan klúbb. Þeir sem ganga í hann fá sjö úrvalsbækur fyrir 280 kr. hverja!
Þeir sem vilja útvega nýja félaga fá góð verðlaun, t.d. Íslenska fuglaspilið.

Vandaðar barnabækur
hafa verið stolt útgáfunnar frá fyrstu tíð. Bestu kjörin eru í Bókaklúbbnum A-Ö en að sjálfsögðu má panta stakar bækur frá okkur.

Léttlestrarbækur – kiljur
Skemmtilegar bækur með stóru letri og mörgum myndum hafa komið út hjá Æskunni undanfarin ár og selst fljótt upp. Við gefum þær út að nýju sem kiljur, afar ódýrar og bætum við nýjum bókum í slíkri útgáfu.

Geitungarnir – metsölubækur!
Fyrir börn sem vilja læra að lesa og reikna. Úrvalsbækur sem hafa hlotið einróma lof.

Vinsælar handbækur
um uppeldismál og fleira eru á boðstólum hjá Æskunni.

Aðrar bækur
Æskan hefur líka gefið út ýmiss konar bækur fyrir fullorðna. Við höldum áfram á þeirri braut og lofum t.d. skemmtilegum endurminningabókum í haust. Meira síðar...

Dulrænt efni
Æskan hefur gefið út bækur um dulræn efni. Hið óþekkta eftir Irmu Lauridsen er afar athyglisverð bók um efni sem margir hafa áhuga á.

Að panta bækur
Netpóstur: karl@aeskanbok.is
Póstur: Bókaútgáfan Æskan,
Faxafeni 5 • 108 Reykjavík .